Ræða Gylfa Magnússonar var mjög góð í gær og ættu allir í Ríkistjórninni , stjórnmálaflokkunum og í embættiskerfinu að prenta hana út og jafnvel ramma hana inn.
Ofangreindur hópur er skríllin , Skríllinn eru forsvarsmenn þjóðarinnar og embættismenn og á að hverfa sem fyrst úr þessum störfum af sjálfdáðum og skammast fyrir að nefna almenning skríl.
Allt það fólk sem hefur mætt á Austurvöll undanfarnar vikur á viðurkenningu skilið fyrir að hafa haldið eftirlitinu gangandi og krafist aðgerða. Það er fjöldi fólks sem situr heima og þorir ekki að mæta vegna þess að það er enn haldið þeirri kenningu að það sé ekki gott að láta í sér heyra eða að það geti breytt neinu.
Jú það hefur sem betur fer sýnt sig í þessu ástandi sem þjóðin var sett í að það hefur skipt verulegu máli að þessi hópur hefur mætt á Austurvöll,,
Annars hefðu t.d allir Bankastjórarnir haldið áfram að sukka,,, eignir okkar verið seldar til sömu aðila á útsölu og svona má halda áfram og áfram...
Með von um að þessar breytingar verði sem fyrst fyrir þjóðina
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.1.2009 | 12:43 | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- fljuga um allt einfalt
- ánægja Íslendinga Lyfið sem hjálpar
- flyeurope.com Flug , hotel um allan heim
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.