Í morgun þegar ég vaknaði hérna í Maine, Usa byrjaði ég á einsog alla daga að lesa fyrst mbl.is síðan las ég Vísir.is fór inná eyjuna.is athugaði hvort eitthvað nýtt væri á ruv.is , kíkti aðeins á amx.is.,, ég er nú allveg hætt að lesa Fréttablaðið.. ekkert þar.
Jú ég horfði á þáttin hans Ingva Hrafns alltaf gaman að hlusta á hann.. eini þátturinn sem ég hlusta á live.. því hann talar frá hjartanu sínu einsog alltaf, allt annað er svo yfirborðskennt.
Í morgun var ég frekar spennt að fylgjast með hvað Ingibjörg og Geir myndu núna gera eða gera ekki neitt.
Þar sem ég er ekki á Íslandi er nauðsynlegt að fylgjast með öllum fjölmiðlunum því að það er aldrei sama útgáfan af sama málinu og því fær maður meiri heildarsýn yfir málið að lesa alla miðlana nema einn.
Eftir að hafa skoða alla miðla varð ég að fara út í langan göngutúr fá mikið súrefni því að ég var orðin svo vond að lesa um akkúrat ekkert sem var að gerast til að ná okkar þjóð út úr þessum ógöngum okkar.
Þetta er bara skelfilegt ástand.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.1.2009 | 01:52 | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- fljuga um allt einfalt
- ánægja Íslendinga Lyfið sem hjálpar
- flyeurope.com Flug , hotel um allan heim
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.