Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Nýja Ísland ... því þarf að fylgja nýir stjórnendur ... ekki þeir sem tóku þátt í gleðinni.

Það er allveg ljóst til að Nýja Ísland geti orðið að veruleika þá þurfa allir núverandi aðilar í ríkistjórninni að fara frá og allir aðilar tengdir fjármála kerfi okkar Íslendinga.

 Þessir aðilar tóku allir þátt í gleðinni og þurfa núna að fara frá sem fyrst.

Mikki refur..

 


Tillaga um að flytja bíla úr landi var kynnt fyrir 10 árum síðan... við litlar undirtektir,,,

 

Þessi merkilega uppgvötvun um að flytja bíla úr landi var kynnt stjórnvöldum fyrir ca 10 árum og tóku þá bílaumboðin mjög illa í þá lausn

http://eyjan.is/blog/2008/10/17/sala-notadra-folksbila-til-utflutnings-gaeti-skapad-milljarda-i-gjaldeyristekjur/

Mjög athyglisvert er að sjá þessa sömu aðila vera að fjalla um þessa lausn núna sem átti að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan..

Núna þegar það hentar bílaumboðunum sjálfum að flytja bíla úr landi þá á að gera það ekki fyrir almenning í landinu sem er að sligast undan þessum fáranlegum lánum sem var prangað inná þá....

 

 Mikki refur


Að vera Íslendingur í útlöndum í dag er ekki auðvelt...

 

Að vera Íslendingur í útlöndum í dag er hreint ömurlegt ,,,

Því miður þá er það ljóst að á okkur er litið sem við höfum rænt heila heimsbyggð og að okkar ágæta land sé að þrotum komið.

Það er allveg ljóst að þessu ágætu fáu aðilar í okkar þjóðfélagi tóku of stóran skammt til sín með aðstoð okkar ágætu ríkisstarfsmanna sem áttu að gæta hagsmuna almennings.

Því miður þá tóku þeir allir þátt í gleðinni og eiga núna að taka sama hátt þátt í ógleðinni og víkja sem fyrst með sama hætti og allir ágætu bankastjórarnir og eigendur þessara banka sem voru í hinnu miklu útrás .... þvílíkt bullllllll

Almenningur sem tók ekki þátt í þessari gleði þeirra örfáu sem höfðu ómældan aðganga að fé almennings á ekki að gjalda fyrir þessa aðila á einn eða neinn hátt. :Þessir aðilar eiga að borga og þeirra eigur á að frysta sem fyrst.

Mikki refur ...

 

 


Ríkistjórnin burt og allir stjórnendur Seðlabankans burt og sjáist aldrei aftur

 

 Í ljósi þeirra staðreynda sem nú blas við Íslenskri þjóð þá á ríkistjórnin að segja af sér og allir sem starfa í Seðlabankanum að fara heim og þeirra næsta starf á að vera að starfa hjá Granda eða í einhverjum þeim ágætu fyrirtækjum sem vinna við fisk eða fiskverkun.

 Það er allveg ljóst að allir þessir aðilar hafa tekið þátt á einn eða anna hátt í þessari ógleði þjóðarinnar og eiga eitt skilið og það er að taka poka sinn og hverfa....

Því miðu næst einginn sátt nema að allir aðilar hverfi af vetfangi og nýjir aðilar taki við sem fyrst.

 Þvílíkur ósómi sem allir þessir aðilar hafa verið .. fyrir okkar ágætu þjóð.

 Mikki refur


Ég vil eiga banka...

 

Já ég vil líka eiga banka ,,, það er allveg ljóst að allir Íslendingar vilja eiga banka þegar aðrir eiga að greiða fyrir kaupin á bankanum...

 Þessi aðferðafræði hafa þessir ungu og hressu athafnarmenn Íslands stundað síðustu ár hafa aldrei átt krónu fengið lánað að gjafaverði ,,, enginn áhætta nema þeirra sem hafa átt fjármagnið..

Sukkið er búið ..

Mikki refur ...

 


Höfundur

Þórunn Reynisdóttir
Þórunn Reynisdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband