Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Sauðaflokkurinn... Sjálfstæðisflokkurinn

 Þar sem ég hef verið búsett erlendis síðastliðin 3 ár ,,, hef ég lesið öll íslensk blöð enn kannski normal gerist og fylgst með framvindu stöðu Íslands utan frá meira enn gerist.

Amma mín sem var mikil Sjálfstæðiskona og virk í allri starfsemi flokksins tjáði mér að frá því að ég man eftir mér að eini flokkurinn í landinu sem hægt væri að kjósa væri Sjálfstæðisflokkurinn , sá flokkur væri sá flokkur sem myndi koma okkur áfram í framtíðinni og ná á halda sjálstæði okkar.

Í yfir 40 ár hef ég ,,, eða kannski 35 ár fylgt þessum flokki og kosið þennan flokk fyrir framtíðarsýn og ýmsa aðra þætti.

Því miður urðu þáttaskil hjá mér 2003 til 2004 þegar ég sá að ekki væri möguleiki á fyrir okkur Íslendinga að starfa við óbreytt ástand , íslensku krónuna, tryggingarfélög , banka og olífélög og spilt embættiskerfi með Sjálstæðsiflokkin í fararbroddi.

Þenna Sauðaflokk mun ég aldrei kjósa og vona að sem fyrst verði breyting á þessum flokki.

Þvílik hörmung sem hefur átt sér stað hjá þessum Sauðaflokki,,, hörmung

Afsökunarbeiðni dugir ekki og mun aldrei duga ,, allir sem eru í forsvari fyrir þenna flokk ættu að láta sig hverfa sem fyrst.. hrokafullt fólk í engum tengslum við almenning í landinu.

Þessir aðilar sitja sem fastast og halda að þeir geti leyst úr vandamálum sem þeir heltu yfir heila þjóð sem var löngu ljóst að ekki var allt í lagi.

Þvílík skömm og að þetta pakk skuli leyfa sér að kalla almenning í landinu skríl ,, það er þetta lið sem er skríll með Geir Haarde í fararbroddi.

 

 


Svart og hvítt ....vonandi kemst svart og hvítt úr tísku einsog útrásarvíkingarnir...

Þegar útrásarvíkingarnir voru í tísku var lita val í klæðaburði Íslendinga ... svart og hvítt.

 Vonandi eigum við eftir að sjá aftur smá liti í klæðaburði Íslendinga ,,, enn ekki vbra svart og hvítt.

Legg til að við tökum upp smá liti í klæðaburði það mun hjálpa okkur að komast út úr þessu þunglyndi okkar.

Kveðja

 

 


Agnes Bragadóttir og grein hennar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 4 Janúar...

 

Þar sem ég er búset erlendis þykir mér mjög gaman að lesa Íslensk dagblöð og reyni að nálgast þau einsog hægt er.

Morgunblaðið á Sunnudaginn var nokkuð merkilegt fyrir utan það að það var nú ekki merkilegt efni í því til að lesa ,,, svo að ég las það allt ,,, allar síður.

Hefði undir venjulegum kringumstæðum ekki lesið grein Agnesar nema af því að það var ekkert í blaðinu til að lesa...

 Grein Agnesar sló öll met hreint út sagt, með stórri mynd af Þorsteini Pálsyni og verið að rifja upp einhverja gamla úrelta daga um Þorstein og Davíð ,,Styrmi , Matthias  átta mig ekki ennþá á þessum skrifum hennar og að Morgunblaðið hafi notað 2 heilar síður í þessa grein.

Með þessari grein hennar er mér ljóst að Morgunblaðið , Agnes og Sjálstæðisflokkurinn (sauðaflokkurinn..) er enn fast í gamla tímanum þrátt fyrir að yngt hafi verið upp í brúnni með Einari og nýjum ritstjóra ... virðist því miður ekki breyta neinu .... versnar bara.

 Með von um að þessi aðilar geri sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu og nálgist árið 2009 og skrifi um það sem almenningur hefur áhyggjur af í dag og leyti allra leiða til að finna svör fyrir viðskiptavini sína og þegna þessa lands.

Þorsteinn er þó í nútimanum

Virðingarfyllst,

Þórunn

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Þórunn Reynisdóttir
Þórunn Reynisdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband