Björn Bjarnason Ráðherra .... ábending...

 

Alltaf gaman að lesa bloggið hans Björns fróðlegt um allt og ekkert.

Eftir að mótmælendur gegn forráðamönnum þessar þjóðar byrjuðu þá höfðu fréttamenn ekki mikið þor að kynna sér málin almennilega , enda sögðu ráðamenn þjóðarinnar að þetta væri bara LÝÐUR..

Fréttamenn héldu að mestu leyti áfram að ræða bara við sömu aðila aftur og aftur sem settu þessa þjóð í þá stöðu sem hún er í dag,,,, enn voru ekki að hlusta svo mikið í byrjun.

Björn Bjarnason segir eftirfarandi á bloggi sínu í dag eftirfarandi 

Í dag hefði verið réttmætt, að fréttamenn vektu rækilega athygli á hinni hörmulegu framgöngu of margra gegn lögreglunni. Sjö lögreglumenn voru fluttir slasaðir af vettvangi í nótt, einn með höfuðáverka. Í dag var skýrt frá því, að óprúttnir andstæðingar lögreglunnar settu nöfn og heimilisföng einstakra lögreglumanna inn á vefsíður með ábendingum um fjölskylduhagi - er þetta greinilega gert til að hóta lögreglumönnum fyrir að sinna skyldustörfum sínum. Þetta framferði er í hróplegri andstöðu við hina grímuklæddu mótmælendur.

Björn það eru alltaf fáir aðilar sem reyna að gera usla og læti og á þeim á að taka , það þarf ekki sér frétt um þá ,, heldur eiga fréttamenn að einblína sér að upplýsa um ástandið í landinu tala við venjulegt fólk sem er að missa allt sitt og heyra álit þeirra á ráðamönnum þjóðarinnar , því það er deginum ljósra að þið ráðamenn eruð ekki að skilja ástandið frekar enn allar aðvaranir sem þið fenguð frítt frá fjölda aðila um að ástandið væri slæmt og yrði bara verra...ef ekkert yrði gert .

Þið ákváðuð þá að gera ekkert og haldið áfram að gera ekkert.

Fréttamenn eiga að fylgja fast eftir og kanna rækilega það sem ráðamenn segja og krefjast svara á einföldum hlutum einsog hvað skuldum við og hverjar eru eignir okkar í dag,,, ekki flókið mál og ekki einkamál ráðamanna.

Með von um að Sjálfstæðisflokkurinn finni nýtt og ferskt blóð til að þessi flokkur haldi áfram að lifa ,, hann mun ekki gera það með sama gamla tengslanetinu.. Bjarni Ben... góður drengur enn frekar mikið 2007,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórunn Reynisdóttir
Þórunn Reynisdóttir

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband