Stjórnaskipti breyta engu ,,, breytir miklu fyrir almenning í landinu

Þetta eru Geir, Ingibjörg , Þorgerður alltaf að halda fram að þau verða að sitja sem fastast vegna þess að þau séu ómissandi í þessari hrikalegu atburðarás sem þau hrundu af stað... Nei takk..

Fjármálasérfræðingar segja, að mannaskipti í embætti forsætisráðherra á Íslandi muni ekki hafa áhrif á stöðu íslensku krónunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

„Það sem hefur gerst á Íslandi er í raun ekki stjórnmálakreppa," hefur Reutersfréttastofan  eftir Chris Turner, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu ING.

Við þurfum að nýtt fólk sem almenningur hefur traust til.

 


Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin.. í engum tengslum hvorki núna né fyrir hrun.

 

Þetta er hreint ótrúlegt að fylgjast með málum á Íslandi úr fjarlægð , sápu þættirnir hérna í Usa er bara leiðinlegir miðað við það sem er að gerast á Íslandi.

Á hverjum degi eru upplýsingar um Ríksitjórnina og það sem er ekki að gerast hjá þeim í þeim verkefnum sem þeim var falið að sinna í upphafi og þeirri erfiðri stöðu sem sömu aðilar komu þjóðinni í.

Við Íslendingar eigum ekki að láta bjóða okkur það að hlusta á Stjórnmálaflokkana telja okkur trú um að ekki sé hægt að láta alla þá aðila fara frá sem tóku þátt í sukkinu það eru margar leiðir til þess.

Það verður aldrei  verra án þeirra fyrir þjóðina það getur bara farið uppá við að fá þessa spillingu í burt fyrir okkur Íslendinga svo að við eigum möguleika á að rétta okkar þjóðfélag við og álit út á við.

Mótmælendur eiga heiður skilið fyrir að hafa haldið vörð um hag þjóðarinnar og verið svo friðsamleg miðað við það sem þjóðinni hefur verið boðið uppá af núverandi Ríkistjórn.

Pólitíkusar verða að skilja það að fólk er orðið þreytt á þessum hroka og að þeir haldi það að þjóðin sé fyrir flokkana en ekki öfugt.

 

 

 


Björn Bjarnason Ráðherra .... ábending...

 

Alltaf gaman að lesa bloggið hans Björns fróðlegt um allt og ekkert.

Eftir að mótmælendur gegn forráðamönnum þessar þjóðar byrjuðu þá höfðu fréttamenn ekki mikið þor að kynna sér málin almennilega , enda sögðu ráðamenn þjóðarinnar að þetta væri bara LÝÐUR..

Fréttamenn héldu að mestu leyti áfram að ræða bara við sömu aðila aftur og aftur sem settu þessa þjóð í þá stöðu sem hún er í dag,,,, enn voru ekki að hlusta svo mikið í byrjun.

Björn Bjarnason segir eftirfarandi á bloggi sínu í dag eftirfarandi 

Í dag hefði verið réttmætt, að fréttamenn vektu rækilega athygli á hinni hörmulegu framgöngu of margra gegn lögreglunni. Sjö lögreglumenn voru fluttir slasaðir af vettvangi í nótt, einn með höfuðáverka. Í dag var skýrt frá því, að óprúttnir andstæðingar lögreglunnar settu nöfn og heimilisföng einstakra lögreglumanna inn á vefsíður með ábendingum um fjölskylduhagi - er þetta greinilega gert til að hóta lögreglumönnum fyrir að sinna skyldustörfum sínum. Þetta framferði er í hróplegri andstöðu við hina grímuklæddu mótmælendur.

Björn það eru alltaf fáir aðilar sem reyna að gera usla og læti og á þeim á að taka , það þarf ekki sér frétt um þá ,, heldur eiga fréttamenn að einblína sér að upplýsa um ástandið í landinu tala við venjulegt fólk sem er að missa allt sitt og heyra álit þeirra á ráðamönnum þjóðarinnar , því það er deginum ljósra að þið ráðamenn eruð ekki að skilja ástandið frekar enn allar aðvaranir sem þið fenguð frítt frá fjölda aðila um að ástandið væri slæmt og yrði bara verra...ef ekkert yrði gert .

Þið ákváðuð þá að gera ekkert og haldið áfram að gera ekkert.

Fréttamenn eiga að fylgja fast eftir og kanna rækilega það sem ráðamenn segja og krefjast svara á einföldum hlutum einsog hvað skuldum við og hverjar eru eignir okkar í dag,,, ekki flókið mál og ekki einkamál ráðamanna.

Með von um að Sjálfstæðisflokkurinn finni nýtt og ferskt blóð til að þessi flokkur haldi áfram að lifa ,, hann mun ekki gera það með sama gamla tengslanetinu.. Bjarni Ben... góður drengur enn frekar mikið 2007,


Ríkistjórnin heldur áfram að reyna að telja þjóðinni að...

Það er með ólíkindum að hlusta á Geir , Össur í kvöldfréttunum , Þorgerði og Ingibjörgu að það verði hérna allt stjórnlaust ,,, það eru til margar lausnir á því að þessi Ríkistjórn fari frá .... enn þau reyna og reyna að telja okkur trú um að þau séu best til þess fallin að stjórna landinu þrátt fyrir eitt mesta fall þessara þjóðarinnar undir þeirra stjórn.

 Hreint með ólíkindum að hlusta á þetta rugl...

 Í venjulegum siðmenntuðum löndum væri einföld krafa og ekki þyrfti slík mótmæli frá almenning til að fá misheppnaða stjórnendur í burtu ,,, myndi bara gerast af sjálfum sér...þeir myndu hverfa sjálfir.

 Hér á landi eru þessir gömlu flokksklíkur í engum takt lengur við raunveruleikan og að það getir verið að almenningur er líka menntaður og skilur alveg hvernig hlutirnir hanga saman.

Mótmælendur eiga heiður skilið .. það eru margir sem vilja fylgja þeim en þora ekki að láta sjá sig.


Davíð Oddsson og Þjóðstjórn... hann hafði rétt fyrir sér við áttum að gera á fyrstu vikum

 

Þegar Davíð Oddsson sagði rétt eftir bankahrunið að það ætti að mynda Þjóðstjórn... þá fannst mér og mörgum sem ég ræddi þetta við að núna væri ljóst að hann væri allgerlega úti að aka.. enn hann hafði rétt fyrir sér.... við hefðum átt að gera það sem fyrst.

Ef við hefðum farið eftir hans ráðleggingu værum við mun betur sett enn í dag.. það er alveg ljóst og þjóðin ekki þurft að hlusta í yfir 100 daga á akkúrat innantómt hjal frá Ríkistjórninni.

Þjóðin hefur alveg efni á því að henta út þessari Ríkistjórn öllu því liði sem hefur setið á Alþingi og gert akkúrat ekki neitt ,, ráða sér úrvals lið til að reka og hreinsa til í kerfinu í smá tíma og kjósa síðan.

Með von um að náum að hreinsa til í eitt skipti fyrir öll og kjósa fólk til starfa sem hefur ekki þessi gömlu flokka tengsl , það hefur ekki vegnað vel hingað til og grerir sér grein fyrir því að það verður látið fara ef það stendur ekki vörð um eignir þjóðarinnar.

 


Obama og Yes we can , Yes we will...

Það er búið að vera frekar notalegir dagar hérna í Portland Maine í Usa , Obama komin til starfa með ferska vinda og nýja sýn á stjórnmál og verkefnin framunda.

Frekar órólegt inná milli að vera skoða mbl.is og fylgjast með þeim áttökum sem eru að gerast á Íslandi.

Bandaríkjamenn eru núna aftur bjartsýnir og munu veita Hr. Obama vinnu frið þar sem hann tók ekki þátt í sukki Bush.

Í gær var mjög gaman að fylgjast með ungu og eldra fólki fylgjast með athöfninni og sjá sinn nýja Forseta stiga sín fyrstu skref.

Íslendingar munu ekki geta horft uppá sama liðið áfram sem tóku þátt í því mikla hruni sem dundi yfir Ísland s.l haust og aðhafðist ekkert til að sporna við sukkinu.

Með von um að allir aðilar sem hafa gegnt ábyrgða störfum fyrir þjóðina segði afsér sem fyrst til að koma á frið hjá þjóðinni og hægt sé að byrja að byggja upp til framtíðar með nýju fólki.

 


Í allri þessari umræðu í dag.. Sjálfstæðismenn og Bjarni Ben.

 

Hvað er í gangi ... Ég hef ekkert á móti Bjarna Ben sem prúðum ungum manni.

Halda Sjálfstæðismenn virkilega að það muni bjarga flokknum að halda áfram að taka inn sömu flokks-klikurnar eða tengda aðila aftur og aftur ... það er svo mikið 2007 einsog einhver sagði við mig þegar ég var á Íslandi um daginn.

 Til að Sjálfstæðisflokkurinn geti aftur orðið Sjálfstæðisflokkur þarf fólk í forystu fyrir þennan flokk sem hefur SJÁLFSTÆÐAR SKOÐANIR , er ekki tengd þessum gömlu klíkum sem hafa komið þessari þjóð í þessa stöðu sem hún er í dag.

Þessir aðilar verða að hverfa og gefa ótengdu fólki að byggja upp þennan ágæta flokk sem var fyrir mörgum, ,, mörgum árum

Með von um að það séu til nýir aðilar innan Sjálfstæðisflokksins sem eru tilbúnir að endurvekja þennan flokk ,,

Það er ljóst að þessi flokkur á sér ekki uppreisnar von með sömu tengdu aðilana ef þeir halda það... Íslendingar kunna að Googla og veita sér upplýsingar um tengsl..eða haft samband við Kára í DECODE...

 


“Fólk þarf að gá að sér í þessu sambandi og ógnandi framkoma við samborgara er ekki við hæfi á Íslandi,” sagði Geir.

 

Geir H

 Það er alveg ljóst að þessi flokkur hans með honum í farabroddi er ekki treystandi og verður að víkja sem fyrst.

Ef það er einhver sem ætti eða hefði átt að gá að sér er hans eigin Ríkistjórn sem gjörsamlega hefur misboðið heiðarlegu fólki í þessu landi að það er ekki hægt að byrja á einum stað svo ömurlegt er það.

Heil þjóð þarf að bíða eftir einhverjum landsfundi Sjálfstæðismanna til að það sé unnið að vandamálum þjóðarinnar ,,, til hvers voru þessir aðilar ráðnir í upphafi af þjóðinni.

Á meðan er beðið eftir að ekkert gerist og eigur þjóðarinnar brenna upp... eða látnar falla í hendur á útvöldum  aðilum þessara aðila.

Þvílík skömm á ráðamönnum þjóðarinnar að kunna sig ekki og víkja sjálfir.

Hvernig dettur þessari Ríkistjórn í hug að heil þjóð ætla að bíða eftir að þeir haldi áfram að klúðra málum fyrir þjóðinni...

Mótmælendur eiga heiður skilið fyrir að hafa haldið eftir eftiliti á þessari Ríkistjórn eftir fall bankanna .. já heiður skilið ... það eru margir Íslendingar sem vilja vera í sporum mótmælenda enn þora ekki.

 

 


Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði

 

Því miður eigum við Íslendingar eftir að sjá fleiri svona brunaútsölur á eignum okkar ...

Með von um að eitthvað af blaðamönnum dagblaðana fara ofaní saumana á þessu ferli ,,, afhverju bankinn var seldur á brunaútsölu...

Glitnir ASA skv. mínu upplýsingum var ekki auglýstur innanlands eða upplýst um stöðu hans.

 


Björn Bjarnason og mótmælendur...

Björn segir eftir farandi á Visi í dag...

Björn sagði að skipuleggjendur mótmælanna hljóti líkt og stjórnvöld að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvort þetta sé rétt leið til að ná þeim árangri sem að sé stefnt.

Þjóðin hefur ekki séð að ríkistjórnin líti í eigin barm... ef það væri ekki fyrir þessa aðila sem hafa mætt á Austurvöll og fleiri staði væri SUKKIÐ og Spillingin enn í gangi.

Ríkistjórnin hefur nú ekki haft fyrir því að láta uppi upplýsingar til þjóðarinnar hvaða leið hún  er að fara eða stefnu að taka.

Mótmælendur eru þó með upplýsingar og stefnu ,,, það er Ríkistjórnin ekki með.

Mótmælendur eru þeir einu aðilar sem hafa gert  mesta gagn hingað til fyrir þjóðina það er alveg ljóst.. án þeirra hefði spillingin haldið áfram af fullum krafti..

Með von um að mótmælin haldi áfram að vera friðsamlega

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þórunn Reynisdóttir
Þórunn Reynisdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband